Margt smátt...gerir eitt stórt

Það eru margir hlutir sem gætu verið betri en þeir eru, en líka nóg af hlutum sem eru á réttri leið. Gallinn er bara sá að það eru oft litlu atriðin sem verða ofsalega áberandi og fara í taugarnar á manni, og ef nógu margir litlir hlutir eru að pirra mann, verður úr einn stór pirringur. Það gefur auga leið að það er miklu erfiðara að díla við einn stóran pirring en marga litla, og því verður bara að ráðast í að takast á við eitt lítið mál á eftir öðru litlu máli, þar til öll mál eru leyst og pirringur horfinn. Pirringur er svona undanfari stórs hnerra, en þá klæjar mann heldur ekki í nefið lengur.

Já, eins og maðurinn sagði: Það er farið að krauma í sósunni en kartöflurnar eru ennþá kaldar!!!

Þessi blogfærsla er á dulmáli og þýðir það sem þið viljið að hún þýði, og er ég annað hvort að tala um hnerra og kartöflur eða eitthvað allt annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæra Heiða bloggvinkona og VG félagi, mér finnst að þú ættir að skrifa oftar svona dulmálsfærslur og bara yfirleitt oftar blogg! Bestu hvatningarkveðjur frá Berlín,

Hlynur Hallsson, 21.1.2007 kl. 13:10

2 Smámynd: Heiða

Ég mun gera mitt besta, sendi ástarkveðjur til Berlínarborgar, sem á sérstakan stað í huga og hjarta mér.

Heiða, 21.1.2007 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband