Snjallasta hugmynd í heimi!

Hvernig væri að hvetja alla þá sem ferðast í og úr vinnu sinni gangandi, hjólandi eða með strætó með því að veita þeim sérstakan umhverfisbónus um hver mánaðarmót? Ef ríkisfyrirtæki myndu öll veita starfsmönnum sínum auka 15.000 á mánuði ef starfsmaður kæmi sér í og úr vinnu fyrir eigin afli á umhverfisvænan hátt, eða nýtti almenningssamgöngur, væri þarna komin prýðileg hvatning, og fólk myndi líklega skilja einkabílinn eftir, spara bensín, fá pening, komast í betra form og ekki menga. Öll fyrirtæki ættu að geta tekið þetta fyrirkomulag upp, og þótt launakosnaður yrði meiri myndi hann eflaust sparast á öðrum stöðum á móti. Veikindi starfmanna minnka við aukið þol, og starfánægja eykst til muna. Bílastæðavandræði úr sögunni, það eru bara kostir við þetta. Þetta er snjallasta hugmynd í heimi, við verðum að berjast fyrir þessu.
mbl.is Grænir ólympíuleikar árið 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Orri Harðarson

Dásamlegt! Ég sé reyndar fyrir mér að einkabílinn verði alveg bannaður innanbæjar. Í kjölfarið mætti koma á skilvirkasta almenningssamgöngukerfi í heimi. Bílaleigur má svo setja upp við hver bæjarmörk, vilji fólk halda út á land. Í Stokkhólmi eru bílar víst alveg bannaðir í miðbænum og hefur það gefist afskaplega vel, skilst mér.

Orri Harðarson, 24.1.2007 kl. 13:18

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Brilliant hugmynd! Þyrfti ekki nema eitt af stóru fyrirtækjunum til að starta þessu og fleiri myndu örugglega fylgja í kjölfarið. Besta samfélagshugmynd sem ég hef heyrt í óratíma!

Heiða B. Heiðars, 25.1.2007 kl. 01:36

3 Smámynd: Agný

Ég bý ekki í bænum þannig að ég nota þessi farartæki ekki en finnst þetta samt ágæt hugmynd. En mér finnst líka allt í lagi að bankastórar eigi að geta rekið sína bíla sjálfir en muni ég rétt þá fá þeir bensínstyrk og minnir eitthvað meira...Persónulega finnst mér nú að launahæstaliðið geti drullast til að reka sína x miljón króna farartæki og  þurfi ekki styrk til að koma sér í og úr vinnu..

Agný, 25.1.2007 kl. 09:52

4 Smámynd: Heiða

Það sem gerist þegar miðað er við sléttar tölur/oddatölur í enda númers, er að íslendingar fjárfesta allir í fleirri bílum. Eiga svo bæði sléttar- og oddatölur, þannig að umferð minnkar ekkert. Það er alveg ljóst að almenningssamgöngur þarf að laga all-rækilega, svo fólk í landinu hafi einhvern raunhæfan valkost. Það er til dæmis ekkert hægt að labba milli Keflavíkur og Reykjavíkur ef maður býr á einum stað og vinnur á hinum. Ef strætó gengi hins vegar á milli á klukkutíma, tveggja tíma fresti, og ég þyrfti bara að borga strætóverð í hann myndi ég selja bílinn á morgunn. Sparar bensín, mengar minna, umhverfisvænna. Taka bara með sér reiðhjól í strætó og hjóla innanbæjar. Þetta er önnur snjöll hugmynd...

Heiða, 28.1.2007 kl. 02:44

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Frábær hugmynd. Svo er líka hægt að hafa vespur ef fólk er fótafúið, þær menga lítið og taka ekkert pláss. Finnst að það ætti að skilja jeppaskrímslin eftir við jaðar borgarinnar og banna nagladekk á götum hennar. það er alveg hægt að já jafngóð dekk sem eru ekki svona miklir tætarar. Ég mæli með því að ef einhver hér er að vinna hjá stórfyrirtæki að sá eða sú ræði þennan bónus við yfirmann ímyndarmann konu sinn sína.

Birgitta Jónsdóttir, 2.2.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband