Plötuspilari

vá, ég elska vínilplötur og kasettur. Það er miklu skemmtilegra að hafa aðeins fyrir hlutunum. Það eru alltaf einhverjir að gefa mér gömlu plöturnar sínar, og þannig er ég smám saman að eignast myndarlegasta tónlistarsafn, og borga ekki krónu. Þetta er soldið það sem maður ætti að gera meira af. Stræka á Ikea, og fara í Góða hirðinn eða aðrar notaðar húsgagna- og smáhlutabúðir. Stræka á Skífuna og fara í Safnarabúðina og Geisladiskabúð Valda. Nú eða bara fara í Kolaportið reglulega. Ég held að ég sé búin að taka endanlega ákvörðun um að kaupa bara ekki neitt nýtt, nema ég neyðist til þess. Ókey, matur, hann er víst ekki hægt að kaupa notaðan. Ef maður hættir þessu sífellda kauperíi, smá þarna og aðeins þarna o.s.frv. er maður að senda þau skilaboð út í þjóðfélagið að það sé vel hægt að lifa af án þess að vera alltaf að eyða stórum upphæðum. Ég vil ekki búa í þjóðfélagi þar sem ég er vart komin út úr húsi öðru vísi en að seðlaveskið fari hreinlega að leka peningum. Ég vil ekki hafa það á tilfinningunni að ef ég sé ekki að versla eitthvað geti ég bara ekki verið hamingjusöm. Út með neysluhyggjuna og kapítalismann, inn með endurvinnslu og endurnýtingu. Plötuspilarinn sem ég keypti í Góða hirðinum virkar fínt. Plöturnar mínar eru æðislegar. Ég get ekki einu sinni fengið suma þá tónlist sem ég eignast á vínil á geisladiskum í dag, það er ekki búið að færa alla tónlist yfir á diska. Mér finnst hryllileg tilhugsun að það sé að vaxa kynslóð úr grasi sem kunni ekki á plötuspilara...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Lísa Jóhannsdóttir

Vínill er reyndar "inn" núna - í Norge selst hrikalega mikið af vínil og er aukning með hverjum mánuðinum. Bróðir minn td kaupir nánast bara vínil - en reyndar nýtt...

Til hamingju með kosningaskrifstofuna! Snilld! kv alma

Alma Lísa Jóhannsdóttir, 28.2.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband