það sem er skemmtilegast...

Ég hef uppgötvað að það sem er skemmtilegast er það sem kostar ekki peninga. Það kostar ekki að fara í göngutúr, kostar ekki heldur að sitja á bekk og horfa á mannlífið. Svo kostar ekkert að lesa bækur, ja, eða eitt bókasafns-skírteini, en sjálf athöfnin að lesa kostar nú ekkert. Að lokum kostar ekkert að leika sér úti. Róluvellir, garðar, brekkur, að róla, að klifra, að fara í snjókast, að búa til snjókall, að velta sér. Þetta eru þeir hlutir sem skipta máli. Hvernig geta fullorðnir skift þessum hlutum út fyrir að sitja fyrir framan tölvurnar sínar, að keyra í bílunum sínum og að horfa á sjónvarpið, helst fréttir. Alltaf, allan sólarhringinn, eru við fullorðna fólkið að gera eitthvað leiðinlegt, af því að við höldum að við þurfum þess. Ég er bara ekki alveg tilbúin í þetta. Ég þarf að róla. Ég skrifa því bara blogg núna, ef það er eitthvað sem ég þarf raunverulega að segja. Ekki bara til að hafa bloggað nýlega. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Ég hef það fyrir sið að gera aldrei neitt leiðinlegt.  Hvort sem ég þarf þess eða ekki.  Og hvort sem ég held að ég þurfi þess eða ekki.  Það er svo miklu skemmtilegra að gera bara það sem er skemmtilegt. 

Jens Guð, 18.3.2007 kl. 00:47

2 Smámynd: Heiða

Gæti ekki verið meira sammála. Takk fyrir þessa athugasemd.

Heiða, 18.3.2007 kl. 14:06

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst mest gaman að spila á gítar. Það kostar ekki mikið, einn gítar í upphafi og strengi og neglur af og til. Hreint hrikalega gaman, eins og þú veist. Samt nenni ég því ekki núna því ég er í tölvunni og að horfa á sjónvarpið.

Ingvar Valgeirsson, 18.3.2007 kl. 14:54

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Góðir punktar hjá þér Heiða. Ég geri einmitt aldrei neitt sem mér finnst leiðinlegt. Það er svo margt skemmtilegt að gera að það er ekki tími fyrir leiðinlegu hlutina sem betur fer Auðvitað verður maður að fylla út skattaskýsluna sína og svoleiðis hluti en þá set ég líka bara skemmtilega tónlist á fóninn Svo er svo margt skemmtilegt hægt að gera sem maður er nýbúinn að fatta á gamalsaldri eins og að fara í göngutúr með i-poddinn sinn og sitja við elliðarána með góða bók og svo margt annað sem kostar náhvæmlega enga peninga Vonadi ertu að ná þér af flensunni og hlakka til á sjá þig á tilraunum

Kristján Kristjánsson, 21.3.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband