Ég ét ekki fyrir hagnað bankanna!

Ókey, það þyrmir yfir mig hérna og ég verð bara að skrifa þetta hér og hvetja fólk til að gera eitthvað. Ég verð að gera eitthvað. Íslenskt efnahagslíf er í rúst og það er sitjandi ríkisstjórn að kenna. Svo virðist sem Geir sé bara glottandi karl á einhverju pávertrippi og sjálfstæðisflokkurinn brosi með því fólkið í honum, klíkan á Íslandi, séu öll það helvíti vel stæð að þau finni ekki fyrir núverandi efnahagslægð. Fólkið í landinu finnur hins vegar vel fyrir minnkandi kaupmætti, og verðtryggðum lánum sem fara hækkandi, en einhvern veginn er sjálfstæðisflokkurinn alltaf endurkjörinn. Ég mæli því með að fólk sem vill breytingar láti vita af þeirri ósk sinni.

Fáið ykkur gömul lök eða sængurver og spreyjiði slagorð á þau og hengið á áberandi stað. Fínn staður er til dæmis út um stofuglugga eða á svalir heima hjá ykkur. Ykkar húsnæði og því ekki bannað. Látið skoðanir ykkar í ljós.

Hugmyndir að slagorðum:
Efnishyggja gerir ríkt fólk ríkara, hinir tapa allir.
Burt með sjálfstæðisflokkinn sem hugsar meira um banka en fólk.
Niður með kapítalismann!
Peningar eiga ekki að stjórna í heiminum.
Það er bara lítil klíka að græða - við hin erum á kúpunni!
Af hverju kjósum við alltaf sama ruglið yfir okkur?
Afnemum vísitölutengd lán.
Góður stjórnmálamaður býr til jafnvægi, ekki glundroða.
Hættið að selja ríkisstofnanir.
Ekki meiri einkavæðingu.
Hvenær fáum við stjórn sem hægt er að treysta?
Hægri stjórn eykur á stéttarskiptingu í landinu!


Finnið upp ykkar slagorð. Vill einhver vera svo vænn að gera þetta? Ég á gamalt sængurver og ætla að kaupa svart sprey á morgun.
Almenn mótmæli og fjöldamótmæli gefa allavega stjórnvöldum tóninn, og algjör óþarfi að taka bara endalaust við yfirlýsingum frá glottandi Geir um að allt sé í lagi, því bankarnir skili hagnaði. AUÐVITAÐ skila þeir hagnaði, lánin okkar eru vísitölutengd. En ég ét ekki fyrir hagnað bankanna.
Sko mitt slagorð: Ég ét ekki fyrir hagnað bankanna!

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Góð hugmynd Heiða, að hver og einn taki til sinna ráða gegn stéttarskiptingu og grðgishyggju. Mitt slagorð í stofuglugganum gæti verið: Ráðlegt er að hafa í hakk hagfræðinga og skítapakk, svo sæi ég til með framhaldið.

Baráttukveðja.

Jóhannes Ragnarsson, 12.8.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: arnar valgeirsson

iss, liðið einkavæðir skóla og sjúkrastofnanir þannig að við þurfum að styrkja bankana til að mennta börnin og svo drepumst við bara heima í kör, þvi ekki hafa allir efni á að leggjast inn á spítalana.

en því miður er bara haugur af fólki fífl og kýs þetta sama yfir sig aftur og aftur. meira að segja þeir sem eiga ekki bót fyrir boru.

en vertu glöð yfir því að bankastjórarnir fá nóg að éta, og drekka, því þú borgar okurvexti. alltaf að gera góðverk sko.

arnar valgeirsson, 12.8.2008 kl. 20:37

3 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

VG verður líka að axla ábyrgð eða ætlar VG að vera í stjórnarandstöðu
til 2050.  Sitjandi stjórn mun ekki sitja lengi.  Samfylkingin mun
slíta þessu um leið og um hægist.  Eina mögulega næsta stjórn
inniheldur 2 flokka...VG og Samfylkingu.  VG verður þess vegna núna
strax að endurskoða afstöðu sína til aðildar að EB og hætta þessari
einangrunarhyggju.  Þessir 2 flokkar verða að mætast á miðri leið og
mynda breiðfylkingu, því hagsmunir þjóðarinnar eru meiri en hagsmunir
flokka, hvaða nafni sem þeir nefnast eða miðar VG við að verða
einhverntíma það stór flokkur að geta verið ein í ríkisstjórn. 
Endurskoða þetta lykilatriði sem fyrst og hefja kosningabaráttuna strax
í dag undir því kjörorði að ætla að sitja í næstu ríkisstjórn og ekkert
helvítis en..eða ..ef....því það er komið að þessum 2 flokkum að starfa
saman og þó fyrr hefði verið.  Besti leikurinn í stöðunni er því að
byrja sem fyrst að semja við Samfylkinguna og endurskoða afstöðu
flokksins til EB aðildar.

Máni Ragnar Svansson, 15.10.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband