Bannað að skemma meira!!!

Ég hef verið að velta fyrir mér hvað sé gott og hvað sé slæmt við Ísland. Hvað segir maður við útlendinga sem koma í heimsókn og vita ekkert um það, eða jafnvel fólk sem maður hittir í útlöndum og spyrja mann út í landið manns? Þetta framandi litla land lengst í burtu er jú vissulega mjög forvitnilegt og flestir vita að Björk er þaðan, að við eigum sterka menn og sætar konur, og sumir hafa líka heyrt að hér sé allt alveg brjálæðislega dýrt. Jú, til að hampa nú því sem er virkilega í lagi á Íslandi tel ég yfirleitt upp svona það sem ég er stoltust af og ánægðust með á Íslandi. Yfirleitt byrja ég á því að hampa sundlaugunum okkar, sem eru til staðar hversu lítill sem bærinn er, og eru á mjög skikkanlegu verði. Svo segi ég frá því að loftið sé hreint og laust við mengun, að vatnið í krönunum sé svo gott að enginn þurfi að kaupa sér vatn á brúsum, og að maður þurfi bara að keyra í mesta lagi hálftíma út úr höfuðborginni og þá sé maður kominn upp í ómengaða sveit. Þetta þykja flestum hin mestu tíðindi, og mun merkilegra en Björk, Jón Páll og Hófi til samans. Nú er ég farin að velta því fyrir mér hversu lengi ég get haldið áfram að heilla útlendinga með þessari sögu. Ég vona að það sem sé frábært við Ísland haldi áfram að vera frábært um ókomna tíð, og það sé hægt að einbeita sér að því að laga það sem má fara betur, s.s. hvað allt er brjálæðislega dýrt. Ekki eyðileggja það sem er í lagi, og gera ekkert í hinu sem ætti að laga!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband