Betur má ef duga skal!

Jæja, nú er kosningabaráttan greinilega að ná hámarki, og fólk farið að búa til kjaftasögur til hægri og vinstri. Þetta fann ég á flakki mínu um veraldarvefinn.

http://mariagudjons.blog.is/blog/mariagudjons/entry/189972/ 

 

Þetta er nú ekki alveg rétt með farið, og finnst mér nokkuð skondið að sjá að ég hafi ekki átt að vita hvað framleiðni er, þegar rétt er að ég spurði hvað framlegð væri, sem er reyndar ekki eins augljóst. Þess má geta í leiðinni að ég er hvorki dópisti, illa gefin eða brjáluð heldur, bara svona ef einhver er að hugsa um að gera kjaftasögur um mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matti sax

Fólk er fífl Gangi þér sem allra best

Matti sax, 8.5.2007 kl. 07:38

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég veit þú ert nú ekki svona vitlaus, þó ég sé ekki alveg sammála þér pólítískt.

Þú ert reyndar fín og mættir alveg svara þessu á blogginu, þó svo að frambjóðendur kæmu litlu í verk ef þeir svöruðu öllu því sem um þá er logið.

Annars langar mig að bjóða ykkur hjónunum hátíðlega á kosningavöku þeirra sem finnst þetta allt vera hálfgerðir plebbar (ekki taka persónulega), efri hæð Dubliner, hefst á miðnætti kosningakvöld. Ég og vinir mínir spilum og rándýr bjór á barnum.

Ingvar Valgeirsson, 8.5.2007 kl. 13:23

3 Smámynd: Heiða

hehehe, gott að vita þetta.

Heiða, 10.5.2007 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband