Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Ég og heilinn minn
Þetta hafðist, og hélt ég þó að við myndum ekki ná inn...Nú er bara að vinna hina keppnina og syngja svo fyrir hönd Íslands í Júróvisjón sama kvöld og alþingiskosningar eru á Íslandi, og ég í 3.sæti í Suðurkjördæmi fyrir Vinstri Hreyfinguna - Grænt framboð. Ef það gerist í alvörunni, held ég að það hljóti að verða skráð á spjöld Eurovision-sögunnar. Óvíst hvort frambjóðandi í alþingiskosningum hafi nokkru sinni fyrr sungið í þessari keppni, en það hefur allavega ekki gerst á Íslandi fyrr. Svo er náttúrulega með ólíkindum að þetta skuli hitta á sömu dagsetninguna. Og ef ég vinn, mun ég sko aldeilis tala um umhverfisvernd og fara með friðarboðskap á alla blaðamannafundina!!!
Athugasemdir
Innilega til hamingju með góða frammistöðu í gær - alveg frábært lag sem er grípandi og gott. Það er komið á heilann minn allavega. :)
Gangi ykkur vel þann sautjánda. :)
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 4.2.2007 kl. 17:16
Til hamingju Heiða, þú varst frábær! Og gullgallinn punkturinn yfir i-ið! Hlakka til að sjá þig í aðalkeppninni.
Guðfríður Lilja, 4.2.2007 kl. 19:51
Ég hlakka enn meira til að sjá þig í kosningabaráttunni og á blaðamannafundunum. Loksins almennilegt fútt þar. Þú og Dr. Gunni sláið ég gegn ég sé þetta fyrir mér. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 4.2.2007 kl. 22:23
Til hamingju Heiða!!! Tær snilld! Þetta verður flott barátta á öllum vígvöllum!
góðar kv alma
Alma Lísa Jóhannsdóttir, 4.2.2007 kl. 23:36
Til hamingju með frammistöðuna í Eurovision! Það er engin spurning að þú söngst flottasta lagið í ár og átt skilið að komast út fyrir hönd okkar Íslendinga. Ég verð illa svikinn ef þú vinnur ekki.
Davíð, 5.2.2007 kl. 00:46
Ég vissi ekki að þú værir í framboði. Glæsilegt!
Mér finnst alveg hræðilegt að hafa þessa tvo merkisatburði sama kvöldið. Í staðinn fyrir að dreifa spenningnum fær maður óverdós.
erlahlyns.blogspot.com, 5.2.2007 kl. 02:00
Til hamingju enn og aftur!
Gaman að sjá þig hérna inná moggablogginu.. er að reyna að koma mér inní þetta samfélag..
Guðfinnur Sveinsson, 6.2.2007 kl. 01:08
Til hamingju með frábært lag í Eurovision. Þú verður í sigurliðinu á öllum vígstöðvum í vor.
Hilmar Björgvinsson, 8.2.2007 kl. 23:13
styð þig heilshugar - besta lagið og laaangflottasti búningurinn!!
Sverrir Þorleifsson, 9.2.2007 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.