Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Nenni aldrei...
...að skrifa hér. Verða að fara að taka mig á. Það er bara svo fjári erfitt að halda úti tveimur bloggum, og hitt bloggið mitt (skemmtilegt.blogspot.com) er nú orðið þriggja ára og vel rótgróið. Það er í mörg hornin að líta í nútímaheimi, og ótrúlegt að nútímamanneskja haldi úti opinni dagbók á fleirri en einum stað. Þessi blog-þróun hlýtur að benda til þess að nútímamanneskjan skrifi meira en hinn almenni maður fyrir um 50 árum. Kannski tölum við minna saman á móti, allavega hlýtur tjáningaþörf mannsins að hafa haldist nokkuð óbreitt. Það er svolítið gaman að spá í því hve heimurinn hefur breyst gríðarlega á síðustu 50 árum, og hve mikið hann hljóti að koma til með að breytast á þeim næstu 50. Ef ég verð langlíf næ ég að vera lifandi og spræk eftir 50 ár (verð þá 86 ára), og rosalega held ég að heimurinn verði orðinn undarlegur þá. Líklega verður komin tækni sem við höfum ekki einu sinni ímyndunarafl til að sjá fyrir, þ.e.a.s. ef við náum að halda aftur af stríðsherrum sem vilja sprengja og skjóta. Ég er handviss um að heimurinn gæti verið bara fínn eftir 50 ár, með hreinu lofti og friðsamlegu ástandi, ef við byrjum markvisst að stefna í rétta átt í dag, í átt til umhverfisverndar og friðar. En við verðum fyrst að vilja svoleiðis heim. Síðan verðum við að taka af skarið og byrja að taka ákvarðanir sem miða að því að heimurinn færist í átt að þeim heimi sem við viljum búa í. Öðruvísi breytist ekkert. Öðruvísi verða styrjaldir og mengun, og þá verður ábyggilega ekki gaman að vera 86 ára kona árið 2057.
Athugasemdir
Já endilega skrifa meira á þetta moggablogg Heiða. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 20.2.2007 kl. 12:58
Þú varst lang lang lang flottust í söngvakeppninni!
Guðfinnur Sveinsson, 21.2.2007 kl. 00:51
Endilega bloggaðu hérna Heiða. Þetta var grípandi lag sem að þú tókst í júróvís, lag að hætti Dr. Gunna snild.
Íslenkst já takk
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna), 21.2.2007 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.