Samhengi allra hluta

Svei mér þá, ef Spaugstofan var ekki bara nokkuð góð í gær. Hún var einmitt með brandara um nokkuð sem ég var að hugsa um fyrir skemmstu, að það væri eiginlega bara Reykjavík sem ætti eftir að fá álver ef framvindan í stóriðjustefnunni heldur áfram eins og hún hefur verið. Þá er bara að flytja til Reykjavíkur til að losna við mengandi stóriðju. Mikið vildi ég óska þess að hægt væri að stöðva þessa vitleysu, en menn sem telja sig fróðari en ég er halda því fram að Helguvíkurálver muni rísa hvað sem tautar og raular. Ég segi nú bara, við berjumst þar til Álverið er risið og ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana!!! Hvenær fer fólk að hugsa um heildarmyndina þegar það tekur einstakar ákvarðanir? Heildarmengun við að flytja ál hingað er aldrei tekið inn í reikninginn þegar reiknað er út hversu "umhverfisvænt" það sé að bræða ál hér, á miðað við annars staðar í heiminum. Öll smá-atriði sem menga koma saman í eina stóra mengun, líka einkabíllinn sem við eigum í erfiðleikum með að sleppa sökum lélegra almenningssamganga. Fólk verður bara að fara að setja þetta allt í samhengi: Það sem við kjósum 12. maí hefur áhrif á loftgæði, náttúruvernd, heilsufar og almenna hamingju okkar næstu árin. Ef áfram verður haldið, áfram gakk ekkert stopp, verður Ísland bara ekkert svo spennandi kostur til að ala börn sín upp á...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband