Mánudagur, 14. maí 2007
Líf
Ég er á lífi. Finn allavega fyrir einhverjum smákrafti í líkama. Borðaði Berlínarbollu í morgunmat kl.12 og pissu í kvöldmat kl. 22. Þess á milli svaf ég. Nú er ég að horfa á Greg House, næstum búin með alla online-þætti. Óliver sofandi, en við náðum að liggja og tjilla og horfa á nokkra X-men-þætti áðan. Elvar sofandi, hrýtur lágt og sefandi. Ég soldið vakandi, en það er notarlegt. Á morgun fer ég aðeins í bæinn og svo bara þarf ég að taka húsið í gegn og ganga frá 3 vikum af kosningaferðalögum. Það verður stuð, bara hlusta á eitthvað þungarokk, hátt, og dansa milli herbergja um leið og ég beiti töfrum til að hlutir svífi hver á sinn stað. Svona pönkaða útgáfan af Mary Poppins geri ég ráð fyrir. Gleði.
Athugasemdir
veit ekki hvort þau þora að ráða mig eftir pistilinn um Pál Magnússon
Heiða, 23.5.2007 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.