Fyndnasta blogg í heimi!

Þetta er fyndnasta blogg í heimi. Mætti alveg uppfæra oftar, en hér er allavega eitt sýnishorn, og svo hefur bloggarinn verið að koma með sýnishorn af hinum og þessum bloggstílum.

Monday, March 13, 2006
Blogg?
Fyrst ég hef tekið þá ákvörðun að opinbera raus mitt þá má ég til með að skilgreina það frekar.Hvort á ég að vera með:
Vinnublogg:
.. og kallinn sagði mér að ég ætti að skafa rennuna áður en ég fræsti. Það er náttúrulega rugl og getur rústað öllu kerfinu. Rennan getur ekki tekið við fullri fræsingu eftir sköfun nema efnið sé blautt...
eða
Reisublogg:
..þá kom betlari, en það er náttúrulega best að láta sem maður sjái þá ekki, það er ekki hægt að gefa öllum og sumir eru bara að þykjast...
eða
Pólitík-blogg:
..Össur mælir gegn þessum breytingum en það er á röngum forsendum því við höfum aldrei sagt okkur frá sambandinu og ráðuneytið getur bakfært allar færslur í skýrslugerðum til og með ágúst 2002. Þegar það er skoðað frá..
eða
Venjulegtblogg:
..en ég er í fríi á morgun og þá verður sko sofið út...
eða
Idolblogg:
...ekki Bubba að þakka. Bjarni er bara svo mikið fífl og ég vona að hann detti út næst. Hann var samt flottur í hippa þemanu. Sigrún sagði mér samt....
eða
Djammblogg:..algjör dúlla. Refurinn kom svo feitur á hleranum og keyrði allt í botn. Ekki séns að...
eða
Bílablogg:..haha. Impresan hjá Pétri er allavega klár, svona næstum því:). Felgurnar koma í næstu viku en þangað til þarf hann að nota Löduna...
eða
Skákblogg:
...f2. Þá hefði þetta verið unnin skák. F2xDf4 hefði haldið pressunni lengur en Hannes hafði þá aðeins einn valkost og....
eða
Ljóðablogg:
...sumrinu. Döggin sló mig með léttum banahöggum: Hvað er sólin?Hvað er sólin? Spyr hún. Maðurinn gengur til sonarins....
eða
Biggablogg:
...fíflinu á Omega. Hvernig er hægt að bera virðingu fyrir skoðunum annarra þegar skoðanir annarra eru fokking bull? Gunnar Þorst.....
eða
Ruglblogg:...sé og hvurtur. Suggu buggu. Ná lælæ.AAAAAHE.!!!!!
?


Nenni ekki meir, allavega eitt af þessum. Áskil mér rétt til að skálda aðstæður, persónur og allt annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Gaman að sjá þig....kannski þú ættir að skella einu ljóði inn....

Lilja Kjerúlf, 29.4.2006 kl. 16:43

2 identicon

Ahahahahahaha! Ótrúlega sniðugt... Rennan tekur náttúrulega ekki við fullri fræsingu nema efnið sé blaut! Bwahahahahahaha! Fer á þessa síðu eftir próf og hlæ úr mér allt vit ;)

Lára (IP-tala skráð) 1.5.2006 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband