Fimmtudagur, 10. maí 2007
Hahaha!
Hvað er framlegð, hvað segir hún mér og hvernig get ég notað hana við rekstur fyrirtækis?
Framlegð er ekki það sama og hagnaður því að fyrirtæki þurfa einnig að borga fastan kostnað. Í dæminu um smásalann gæti fastur kostnaður t.d. verið leiga á húsnæði verslunarinnar, rafmagn, hiti, vaxtakostnaður vegna fjár sem er bundið í fyrirtækinu og laun fastráðinna starfsmanna. Ef framlegð er meiri en fastur kostnaður þá er hagnaður af fyrirtækinu, annars tap.
Upplýsingar um framlegð geta verið mjög gagnlegar. Til dæmis gæti verslunarstjóri sem hefur takmarkað rými til ráðstöfunar reynt að velja vörur til að bjóða með hliðsjón af framlegð hverrar vöru, væntanlega þá í hlutfalli við rýmið sem hver vara krefst. Ef framlegð ákveðinnar vöru er neikvæð þarf eitthvað annað að réttlæta að halda áfram sölu hennar. Það getur raunar vel verið tilfellið, til dæmis ef sala á þessari vöru dregur að marga viðskiptavini sem kaupa einnig vörur sem skila jákvæðri framlegð.
Athugasemdir
Þetta vissi ég ekki. Veit það núna. Takk.
Sumsé, í þessu tilfelli - framlegð sama og álagning... eða svona sirka.
Ingvar Valgeirsson, 11.5.2007 kl. 13:11
Til hamingju með glæsilegan kosningasigur. Frábært!
Steinarr Bjarni Guðmundsson, 13.5.2007 kl. 13:01
Ekki vissi ég hvað framlegð er.
Og mér finnst jákvæðara þegar fólk spyr spurninga og 'virðist' vera vitlaust í nokkrar mínútur, heldur en þegar fólk spyr ekki og er heimskt það sem eftir er.
Nornin (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.