Sunnudagur, 29. október 2006
Eitthvað gott um þessar mundir:
Góð plata: Royale Fanclub
Góð bók: Gerhard Richter, The Daily Practice of Painting
Góð bíómynd: Barnyard
Góð fjárfesting: myndavélin mín
Góður matur: matur sem einhver annar eldar
Góð hugmynd: að horfa minna á sjónvarp og fara meira í sund
Gott gos: Sodastream með Ribena útí
Góð skemmtun: að bjóða vinum Ólivers í mat
Góð ákvörðun: að horfa ekki á auglýsingar og hætta að fá ruslpóst
Gott markmið: að reyna að eyða eins litlum peningum og hægt er, til að taka ekki þátt í efnishyggjuþjóðfélaginu.
Góður dagur: dagurinn í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9. október 2006
Sveimérþá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. ágúst 2006
Sumarfrí...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. júní 2006
Ljósanæturlagið
Ætla að klára ljósanæturlagið í kvöld. Hey, hvað það væri nú gaman að vinna. En aðalatriðið er náttúrulega að vera með!!!!!
Enn er allt leyndó, svo: Usssss
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. júní 2006
666
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. maí 2006
Fyrirsögn
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. maí 2006
Enn meiri tónlist...
Í kvöld mun verða spilaður bassi og sungið smá og mun ég að öllum líkindum skemmta mér mjög vel. Svo mun ég hlakka til í allan dag, ásamt því að ég mun að öllum líkindum drekka of mikið kaffi. Það mun hafa vond áhrif á magasýrurnar og því mun ég fá mér ab-mjólk við heimkomu. Ég mun nú þegar vera búin að drekka nokkra kaffibolla og það mun vera að hafa áhrif á þessa bloggfærslu. Þetta mun nú vera hinn heilagi sannleikur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29. apríl 2006
Fyndnasta blogg í heimi!
Þetta er fyndnasta blogg í heimi. Mætti alveg uppfæra oftar, en hér er allavega eitt sýnishorn, og svo hefur bloggarinn verið að koma með sýnishorn af hinum og þessum bloggstílum.
Monday, March 13, 2006
Blogg?
Fyrst ég hef tekið þá ákvörðun að opinbera raus mitt þá má ég til með að skilgreina það frekar.Hvort á ég að vera með:
Vinnublogg:
.. og kallinn sagði mér að ég ætti að skafa rennuna áður en ég fræsti. Það er náttúrulega rugl og getur rústað öllu kerfinu. Rennan getur ekki tekið við fullri fræsingu eftir sköfun nema efnið sé blautt...
eða
Reisublogg:
..þá kom betlari, en það er náttúrulega best að láta sem maður sjái þá ekki, það er ekki hægt að gefa öllum og sumir eru bara að þykjast...
eða
Pólitík-blogg:
..Össur mælir gegn þessum breytingum en það er á röngum forsendum því við höfum aldrei sagt okkur frá sambandinu og ráðuneytið getur bakfært allar færslur í skýrslugerðum til og með ágúst 2002. Þegar það er skoðað frá..
eða
Venjulegtblogg:
..en ég er í fríi á morgun og þá verður sko sofið út...
eða
Idolblogg:
...ekki Bubba að þakka. Bjarni er bara svo mikið fífl og ég vona að hann detti út næst. Hann var samt flottur í hippa þemanu. Sigrún sagði mér samt....
eða
Djammblogg:..algjör dúlla. Refurinn kom svo feitur á hleranum og keyrði allt í botn. Ekki séns að...
eða
Bílablogg:..haha. Impresan hjá Pétri er allavega klár, svona næstum því:). Felgurnar koma í næstu viku en þangað til þarf hann að nota Löduna...
eða
Skákblogg:
...f2. Þá hefði þetta verið unnin skák. F2xDf4 hefði haldið pressunni lengur en Hannes hafði þá aðeins einn valkost og....
eða
Ljóðablogg:
...sumrinu. Döggin sló mig með léttum banahöggum: Hvað er sólin?Hvað er sólin? Spyr hún. Maðurinn gengur til sonarins....
eða
Biggablogg:
...fíflinu á Omega. Hvernig er hægt að bera virðingu fyrir skoðunum annarra þegar skoðanir annarra eru fokking bull? Gunnar Þorst.....
eða
Ruglblogg:...sé og hvurtur. Suggu buggu. Ná lælæ.AAAAAHE.!!!!!
?
Nenni ekki meir, allavega eitt af þessum. Áskil mér rétt til að skálda aðstæður, persónur og allt annað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 15. apríl 2006
Föstudagurinn langi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 4. apríl 2006
bítlalög fyrir hádegi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)