Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Ég ét ekki fyrir hagnað bankanna!
Fáið ykkur gömul lök eða sængurver og spreyjiði slagorð á þau og hengið á áberandi stað. Fínn staður er til dæmis út um stofuglugga eða á svalir heima hjá ykkur. Ykkar húsnæði og því ekki bannað. Látið skoðanir ykkar í ljós.
Hugmyndir að slagorðum:
Efnishyggja gerir ríkt fólk ríkara, hinir tapa allir.
Burt með sjálfstæðisflokkinn sem hugsar meira um banka en fólk.
Niður með kapítalismann!
Peningar eiga ekki að stjórna í heiminum.
Það er bara lítil klíka að græða - við hin erum á kúpunni!
Af hverju kjósum við alltaf sama ruglið yfir okkur?
Afnemum vísitölutengd lán.
Góður stjórnmálamaður býr til jafnvægi, ekki glundroða.
Hættið að selja ríkisstofnanir.
Ekki meiri einkavæðingu.
Hvenær fáum við stjórn sem hægt er að treysta?
Hægri stjórn eykur á stéttarskiptingu í landinu!
Finnið upp ykkar slagorð. Vill einhver vera svo vænn að gera þetta? Ég á gamalt sængurver og ætla að kaupa svart sprey á morgun.
Almenn mótmæli og fjöldamótmæli gefa allavega stjórnvöldum tóninn, og algjör óþarfi að taka bara endalaust við yfirlýsingum frá glottandi Geir um að allt sé í lagi, því bankarnir skili hagnaði. AUÐVITAÐ skila þeir hagnaði, lánin okkar eru vísitölutengd. En ég ét ekki fyrir hagnað bankanna.
Sko mitt slagorð: Ég ét ekki fyrir hagnað bankanna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Olíuhreinsistöðvarhugmyndir fuðra upp
Ekkert atvinnuleysi á Vestfjörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 24. júní 2007
Sörf í ölduróti tímans
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. maí 2007
Líf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Hahaha!
Hvað er framlegð, hvað segir hún mér og hvernig get ég notað hana við rekstur fyrirtækis?
Framlegð er ekki það sama og hagnaður því að fyrirtæki þurfa einnig að borga fastan kostnað. Í dæminu um smásalann gæti fastur kostnaður t.d. verið leiga á húsnæði verslunarinnar, rafmagn, hiti, vaxtakostnaður vegna fjár sem er bundið í fyrirtækinu og laun fastráðinna starfsmanna. Ef framlegð er meiri en fastur kostnaður þá er hagnaður af fyrirtækinu, annars tap.
Upplýsingar um framlegð geta verið mjög gagnlegar. Til dæmis gæti verslunarstjóri sem hefur takmarkað rými til ráðstöfunar reynt að velja vörur til að bjóða með hliðsjón af framlegð hverrar vöru, væntanlega þá í hlutfalli við rýmið sem hver vara krefst. Ef framlegð ákveðinnar vöru er neikvæð þarf eitthvað annað að réttlæta að halda áfram sölu hennar. Það getur raunar vel verið tilfellið, til dæmis ef sala á þessari vöru dregur að marga viðskiptavini sem kaupa einnig vörur sem skila jákvæðri framlegð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 6. maí 2007
Betur má ef duga skal!
Jæja, nú er kosningabaráttan greinilega að ná hámarki, og fólk farið að búa til kjaftasögur til hægri og vinstri. Þetta fann ég á flakki mínu um veraldarvefinn.
http://mariagudjons.blog.is/blog/mariagudjons/entry/189972/
Þetta er nú ekki alveg rétt með farið, og finnst mér nokkuð skondið að sjá að ég hafi ekki átt að vita hvað framleiðni er, þegar rétt er að ég spurði hvað framlegð væri, sem er reyndar ekki eins augljóst. Þess má geta í leiðinni að ég er hvorki dópisti, illa gefin eða brjáluð heldur, bara svona ef einhver er að hugsa um að gera kjaftasögur um mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 1. maí 2007
Rokk og kaffi í tilefni degi verkalýðsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. apríl 2007
Samhengi allra hluta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. apríl 2007
Íbúalýðræði
Hvatt til íbúakosninga um álver á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 14. apríl 2007
Annar í súpu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)