Færsluflokkur: Bloggar

Ég ét ekki fyrir hagnað bankanna!

Ókey, það þyrmir yfir mig hérna og ég verð bara að skrifa þetta hér og hvetja fólk til að gera eitthvað. Ég verð að gera eitthvað. Íslenskt efnahagslíf er í rúst og það er sitjandi ríkisstjórn að kenna. Svo virðist sem Geir sé bara glottandi karl á einhverju pávertrippi og sjálfstæðisflokkurinn brosi með því fólkið í honum, klíkan á Íslandi, séu öll það helvíti vel stæð að þau finni ekki fyrir núverandi efnahagslægð. Fólkið í landinu finnur hins vegar vel fyrir minnkandi kaupmætti, og verðtryggðum lánum sem fara hækkandi, en einhvern veginn er sjálfstæðisflokkurinn alltaf endurkjörinn. Ég mæli því með að fólk sem vill breytingar láti vita af þeirri ósk sinni.

Fáið ykkur gömul lök eða sængurver og spreyjiði slagorð á þau og hengið á áberandi stað. Fínn staður er til dæmis út um stofuglugga eða á svalir heima hjá ykkur. Ykkar húsnæði og því ekki bannað. Látið skoðanir ykkar í ljós.

Hugmyndir að slagorðum:
Efnishyggja gerir ríkt fólk ríkara, hinir tapa allir.
Burt með sjálfstæðisflokkinn sem hugsar meira um banka en fólk.
Niður með kapítalismann!
Peningar eiga ekki að stjórna í heiminum.
Það er bara lítil klíka að græða - við hin erum á kúpunni!
Af hverju kjósum við alltaf sama ruglið yfir okkur?
Afnemum vísitölutengd lán.
Góður stjórnmálamaður býr til jafnvægi, ekki glundroða.
Hættið að selja ríkisstofnanir.
Ekki meiri einkavæðingu.
Hvenær fáum við stjórn sem hægt er að treysta?
Hægri stjórn eykur á stéttarskiptingu í landinu!


Finnið upp ykkar slagorð. Vill einhver vera svo vænn að gera þetta? Ég á gamalt sængurver og ætla að kaupa svart sprey á morgun.
Almenn mótmæli og fjöldamótmæli gefa allavega stjórnvöldum tóninn, og algjör óþarfi að taka bara endalaust við yfirlýsingum frá glottandi Geir um að allt sé í lagi, því bankarnir skili hagnaði. AUÐVITAÐ skila þeir hagnaði, lánin okkar eru vísitölutengd. En ég ét ekki fyrir hagnað bankanna.
Sko mitt slagorð: Ég ét ekki fyrir hagnað bankanna!

Olíuhreinsistöðvarhugmyndir fuðra upp

Þetta ætti nú að gera endanlega út af við hugmyndir um olíuhreinsistöð á svæðinu. Engin þörf á henni, ekkert atvinnuleysi, og alls ekki einhugur í fólki um að fá hana. Enn eitt dæmið um verksmiðju sem ekki er þörf á.
mbl.is Ekkert atvinnuleysi á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sörf í ölduróti tímans

Blogg já? Ja hérna hvað margt gerist stundum og manni líður eins og ekkert sé nokkurn tíma eins lengur en í 5 mínútur. Hinn síbreytilegi hraði heimur hellist áfram og þá er eiginlega eina ráðið að hætta að lesa blöð og horfa á sjónvarpið. Reyna að minnka hraðann, sneiða hjá áreitinu. Út að labba er málið. Slökkva á gsm-símanum líka. Þá fær maður aftur þessa heilbrigðu tilfinningu að maður sé hluti af heiminum og í honum en ekki bara á hlaupum á eftir honum. Það er þessi eilífa líðandi stund, sem maður á að standa á eins og á brimbretti og sörfa rólega áfram í öldurótinu.

Líf

Ég er á lífi. Finn allavega fyrir einhverjum smákrafti í líkama. Borðaði Berlínarbollu í morgunmat kl.12 og pissu í kvöldmat kl. 22. Þess á milli svaf ég. Nú er ég að horfa á Greg House, næstum búin með alla online-þætti. Óliver sofandi, en við náðum að liggja og tjilla og horfa á nokkra X-men-þætti áðan. Elvar sofandi, hrýtur lágt og sefandi. Ég soldið vakandi, en það er notarlegt. Á morgun fer  ég aðeins í bæinn og svo bara þarf ég að taka húsið í gegn og ganga frá 3 vikum af kosningaferðalögum. Það verður stuð, bara hlusta á eitthvað þungarokk, hátt, og dansa milli herbergja um leið og ég beiti töfrum til að hlutir svífi hver á sinn stað. Svona pönkaða útgáfan af Mary Poppins geri ég ráð fyrir. Gleði.

Hahaha!

Hvað er framlegð, hvað segir hún mér og hvernig get ég notað hana við rekstur fyrirtækis?
Framlegð er notuð yfir tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Með breytilegum kostnaði er átt við kostnað sem breytist með framleiddu magni (ef um framleiðslufyrirtæki er að ræða) eða seldu magni (ef um dreifingaraðila er að ræða). Sem dæmi má nefna smásala sem kaupir vöru af heildsala á 80 krónur. Gerum ráð fyrir að enginn annar kostnaður falli til hjá smásalanum. Selji smásalinn vöruna á 100 krónur þá er framlegð vörunnar 20 krónur eða mismunurinn á 100 og 80 (við skulum líta framhjá gjöldum eins og virðisaukaskatti til einföldunar). Framlegð fyrirtækisins er svo samanlögð framlegð allra varanna sem það selur.

Framlegð er ekki það sama og hagnaður því að fyrirtæki þurfa einnig að borga fastan kostnað. Í dæminu um smásalann gæti fastur kostnaður t.d. verið leiga á húsnæði verslunarinnar, rafmagn, hiti, vaxtakostnaður vegna fjár sem er bundið í fyrirtækinu og laun fastráðinna starfsmanna. Ef framlegð er meiri en fastur kostnaður þá er hagnaður af fyrirtækinu, annars tap.

Upplýsingar um framlegð geta verið mjög gagnlegar. Til dæmis gæti verslunarstjóri sem hefur takmarkað rými til ráðstöfunar reynt að velja vörur til að bjóða með hliðsjón af framlegð hverrar vöru, væntanlega þá í hlutfalli við rýmið sem hver vara krefst. Ef framlegð ákveðinnar vöru er neikvæð þarf eitthvað annað að réttlæta að halda áfram sölu hennar. Það getur raunar vel verið tilfellið, til dæmis ef sala á þessari vöru dregur að marga viðskiptavini sem kaupa einnig vörur sem skila jákvæðri framlegð.

Betur má ef duga skal!

Jæja, nú er kosningabaráttan greinilega að ná hámarki, og fólk farið að búa til kjaftasögur til hægri og vinstri. Þetta fann ég á flakki mínu um veraldarvefinn.

http://mariagudjons.blog.is/blog/mariagudjons/entry/189972/ 

 

Þetta er nú ekki alveg rétt með farið, og finnst mér nokkuð skondið að sjá að ég hafi ekki átt að vita hvað framleiðni er, þegar rétt er að ég spurði hvað framlegð væri, sem er reyndar ekki eins augljóst. Þess má geta í leiðinni að ég er hvorki dópisti, illa gefin eða brjáluð heldur, bara svona ef einhver er að hugsa um að gera kjaftasögur um mig.


Rokk og kaffi í tilefni degi verkalýðsins

Þér er boðið á 1.maí-kaffi og 1.maí rokktónleika. Grófin 7, Kef. Kaffi hefst 4 og tónleikar uppúr 5. Fram koma Eldborgir og Sky reports úr Reykjanesbæ og Gordon Riots og We made god úr Reykjavík. Ókeypis og ekkert aldurstakmark.

Samhengi allra hluta

Svei mér þá, ef Spaugstofan var ekki bara nokkuð góð í gær. Hún var einmitt með brandara um nokkuð sem ég var að hugsa um fyrir skemmstu, að það væri eiginlega bara Reykjavík sem ætti eftir að fá álver ef framvindan í stóriðjustefnunni heldur áfram eins og hún hefur verið. Þá er bara að flytja til Reykjavíkur til að losna við mengandi stóriðju. Mikið vildi ég óska þess að hægt væri að stöðva þessa vitleysu, en menn sem telja sig fróðari en ég er halda því fram að Helguvíkurálver muni rísa hvað sem tautar og raular. Ég segi nú bara, við berjumst þar til Álverið er risið og ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana!!! Hvenær fer fólk að hugsa um heildarmyndina þegar það tekur einstakar ákvarðanir? Heildarmengun við að flytja ál hingað er aldrei tekið inn í reikninginn þegar reiknað er út hversu "umhverfisvænt" það sé að bræða ál hér, á miðað við annars staðar í heiminum. Öll smá-atriði sem menga koma saman í eina stóra mengun, líka einkabíllinn sem við eigum í erfiðleikum með að sleppa sökum lélegra almenningssamganga. Fólk verður bara að fara að setja þetta allt í samhengi: Það sem við kjósum 12. maí hefur áhrif á loftgæði, náttúruvernd, heilsufar og almenna hamingju okkar næstu árin. Ef áfram verður haldið, áfram gakk ekkert stopp, verður Ísland bara ekkert svo spennandi kostur til að ala börn sín upp á...

Íbúalýðræði

Ég verð að segja að með tilkomu íbúalýðræðis eru villtustu draumar mínir um réttlátt samfélag að rætast!!!

mbl.is Hvatt til íbúakosninga um álver á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annar í súpu

Súpan heppnaðist stórkostlega! Takk allir sem mættu. Þetta verður endurtekið á sama stað (Kosningamiðstöð V.G. Grófinni 7, Kef), sama tíma, 19.00-?) öll föstudagskvöld til kosninga. Súpuafgangar eru svo kláraðir í hádeginu daginn eftir. Jámikiðernúgamanaðveratil.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband